Af Silfurgarði
Hitt og þetta um áhugaverð og athyglisverð efni


06.09.2014 02:11

Kerman og nærsveitir

Í gær, föstudag, var deginum varið í að heimsækja Rayen kastalavirkið, og nágrannabæinn Mahan, þar sem við skoðuðum ævagamalt baðhús. Síðan aftur til Kerman þar sem við röltum um markað og fengum okkur te í aflögðu baðhúsi sem breytt hafði verið í tehús. Kvöldverður var snæddur í veitingahúsi sem ég man ekki hvað heitir og kvöldið endaði með spjalli yfir te/kaffi og kökum áður en farið var til kojs. Nú er langur dagur framundan, aksturinn til Sjiraz, lengsta dagleið ferðarinnar.

Hér eru nokkrar myndir frá gærdeginum. Byrja á morgunbirtunni út um hótelgluggann og enda á Pezman fararstjóra reykja vatnspípu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
Flettingar í dag: 409
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 1214
Gestir í gær: 211
Samtals flettingar: 332888
Samtals gestir: 46870
Tölur uppfærðar: 16.5.2024 08:21:05


Tenglar